Hafnalög

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 14:51:59 (1399)

[14:51]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég man það ekki og tek það þá aftur hafi ég sagt þurrka út framlög til hafna. Ég hélt að ég hefði sagt, eða a.m.k. ætlaði ég að segja draga úr framkvæmdum og ég endurtek það bara. Ég tel að ekki sé ástæða til þess að breyta áætlunum um framkvæmdir yfirleitt við hafnir. Það dregur úr þessum framkvæmdum hratt nú um stundir og ég tel að það mundi kannski koma niður á þeim sem af einhverjum ástæðum hafa verið settir hjá og aftar í raðirnar og það sé kannski ástæða til þess að skoða þau mál mjög vandlega.
    En ég held að það sé full ástæða fyrir hæstv. ráðherra að skoða þessi mál öll aftur og ég vonast til þess að við fáum betri svör m.a. við þeim spurningum sem hv. þm. bar fram hér áðan.