Hafnalög

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 15:51:27 (1411)

[15:51]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var náttúrlega lítið um svör eins og við var að búast en þau koma þá sjálfsagt til okkar í nefndina. Ráðherra svaraði því ekki sem ég spurði hann um í sambandi við hugsanlega þátttöku þessara hlutafélaga í atvinnurekstirnum.
    En ég tek undir það sem hæstv. samgrh. sagði að það væri mikið markmið og gott að vinna að lækkun flutningskostnaðar. En er hæstv. samgrh. að vinna að því að lækka flutningskostnað til Akureyrar eða til Ólafsfjarðar með 25% álagi á vörugjald sem leggst þrisvar sinnum á Ólafsfirðinginn? Er hann að lækka flutningskostnaðinn til þeirra? --- Hann er að hækka hann.