Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

37. fundur
Þriðjudaginn 16. nóvember 1993, kl. 17:47:50 (1443)

[17:47]
     Pálmi Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka svör hæstv. ráðherra. En ég vek athygli hans á því að selir og selveiðar hafa frá öndverðu verið tengdir bújörðum í landinu og falla sem hlunnindaeign undir landbúnaðarlöggjöfina og verða eigi skildir frá henni. Þess vegna hljóta þeir að falla undir málefni landbrn. að því er tekur til landhelgi sjávarjarða og þeirra jarða sem selveiðar geta nýtt.
    Þessu vil ég koma á framfæri og tek fullt tillit til orða hæstv. ráðherra um að það sé álitamál hvort selir séu nokkuð komnir inn í ráðuneyti. Það er önnur saga.