Flutningur verkefna til sýslumannsembættanna

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 15:07:25 (1499)

[15:07]
     Flm. (Gunnlaugur Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hæstv. dómsmrh., við alþýðuflokksmenn viljum vanda til fjárlagagerðar og það er einmitt þess vegna sem við flm. leggjum þetta til af því að sú fækkun og sú sameining sem hann leggur til á sýslumannsembættum, það er tæpast að hún spari það sem hann ætlast til. Ég get sagt frá því að í skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmrn. og fjmrn. lagði nýlega fram kemur í ljós að á árinu 1995 á þessi ráðstöfun að spara t.d. 13 millj. kr., með sameiningu þriggja embætta á Austurlandi. Þessi tala segir mér að það verði aukakostnaður upp á 13 millj. þegar upp verður staðið. Ef það er það sem hæstv. dómsmrh. leggur upp með í þessari fjárlagagerð þá er það ekki til sparnaðar heldur útgjaldaauka.