Flutningur verkefna til sýslumannsembættanna

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 15:09:12 (1501)

[15:09]
     Flm. (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Virðulegi forseti. Það er oft háttur þeirra sem leggja fram óundirbúnar tillögur við fjárlagagerð að benda á undirbúningsleysi annarra vegna þess að hér hefur komið fram að þessar tillögur hæstv. dómsmrh. um fækkun sýslumannsembætta á landsbyggðinni eru alls kostar óundirbúnar. Það er fyrst í nóvember sem einhverjar tölur koma fram af hálfu ráðuneytisins um hvað þetta sparar í alvöru. Er það undirbúningur? Ég bið um að hugmyndir sem hæstv. ráðherra hefur um sparnað verði betur undirbúnar næst og leiði ekki til þess að verða afhjúpaðar með jafnrækilegum hætti og þessi skýrsla gerir.