Flutningur verkefna til sýslumannsembættanna

38. fundur
Miðvikudaginn 17. nóvember 1993, kl. 15:12:41 (1504)

[15:12]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Hv. 2. þm. Vestf. hefur misskilið þetta mál í heild sinni. Ég veit ekki til þess að það sé ein einasta tillaga fyrir hinu háa Alþingi um það að flytja sýslumannsembætti af landsbyggðinni. Það eru tillögur um að sameina sýslumannsembætti, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni og í framhaldi af skýrslu nefndar sem hæstv. forsrh. skipaði er verið að byrja undirbúning á því að flytja í ríkari mæli en þegar hefur verið gert verkefni úr stjórnsýslunni hér í Reykjavík, úr ráðuneytum og stjórnarstofnunum út til sýslumannanna.