Skýrsla um sjúkrahúsmál

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 10:52:59 (1542)

[10:53]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Hæstv. utanrrh. ber af sér að hér sé um nokkra pólitíska stefnumótun að ræða. Hér sé um að ræða einhverja sjálfvirka nefnd embættismanna sem er helst á honum að skilja að hafi nánast tekið það upp hjá sjálfri sér að vinna þetta og kynna.
    Nú skulum við segja að það hafi verið af einhverju frumhlaupi þessarar nefndar að þetta var kynnt í fjölmiðlum í gær með blaðamannafundi. En þá vil ég beina þeirri spurningu til hæstv. utanrrh. á hvers vegum er þá nefndin að fara af stað með kynningarferð um allt land á efni þessarar skýrslu. Tók nefndin það upp hjá sjálfri sér eða hver ber ábyrgð á þeirri kynningarferð, á því ferðalagi öllu?
    Þetta mál er að verða með þvílíkum ólíkindum að við hljótum að krefjast þess að ríkisstjórnin upplýsi nánar hvað hér er að gerast. Er þetta eitthvert einkaframtak þessarar nefndar sem nú ætlar að ferðast um landið og kynna þessa niðurstöðu eða er nefndin á ferðinni í umboði ríkisstjórnarinnar til þess að kynna nýja stefnumótun í heilbrigðismálum. Þetta er spurning sem við hljótum að krefjast að fá svar við.