Skýrsla umboðsmanns Alþingis

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 14:51:10 (1584)

[14:51]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það var misskilningur hjá hæstv. utanrrh. að ég hefði ekki hælt Jóni Sigurðssyni. Það hef ég margoft gert og upp í hástert og ég er tilbúinn að hæla Karli Steinari Guðnasyni líka við tækifæri þó ég ætli ekki að leggja það inn í þessa umræðu en hann var sá sem ég bara mundi ekki eftir í svipinn að ég hefði hælt sérstaklega.
    Úr því að hæstv. utanrrh. er farinn að vitna í faðirvorið og biðja um að leiða sig ekki í freistni þá finnst mér nú að því komið fyrir hann að halda áfram og segja: Fyrirgef oss vorar skuldir. Að endingu vil ég bæta því við að þótt hans sé núna ríkið þá er hans hvorki mátturinn né dýrðin.