Landbúnaðarþáttur GATT-samningsins

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 18:40:14 (1638)

[18:40]
     Eggert Haukdal (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég leyni því ekkert að aðeins hjó ég að mínum eigin flokki. Heyrði ekki hæstv. ráðherra að ég sagði að hann hefði leikið lausum hala í tveimur ríkisstjórnum? Af hverju leikur hæstv. ráðherra lausum hala? Af þeirri einföldu ástæðu að í hvorugri þeirri ríkisstjórn hefur verið haft á honum taumhald. Hann hefur verið að tefja og tefja og spilla fyrir þeim samningum sem við stöndum í, breyta orðalagi og veikja hagsmuni íslenskrar þjóðar. Hann er að þessu á fullu og vandamálið er búið að vera í tveimur ríkisstjórnum og kannski á þessi ágæta ríkisstjórn, skulum við segja, eftir að sitja enn um stund með þetta vandamál innan borðs eins og hæstv. fyrrv. ríkisstjórn. Það er vissulega ógæfa íslenskrar þjóðar að svo skuli vera.