Landbúnaðarþáttur GATT-samningsins

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 19:13:25 (1646)

[19:13]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðlegur forseti. Ég held að meginefni þessa andsvars hljóti nú að flokkast undir hártoganir. Ég skýrði frá því að í morgunblöðunum á þriðjudagsmorguninn voru ítarlegar frásagnir af því sem fólst í heiðursmannasamkomulagi m.a. hæstv. ráðherra og því tilboði sem þá átti að senda út, en á þeirri stundu hafði landbn. ekki verið kynntur einn einasti stafkrókur af því sem hafði verið unnið síðustu daga á undan hvað þetta snertir og eðlilega gerðum við, ég endurtek, þá kröfu að landbn. fengi að heyra hvað ekki bara í gegnum morgunblöðin heldur frá fyrstu hendi hvað þarna að gerast.
    Í öðru lagi, virðulegi forseti, bar ég fram eina beina spurningu fyrir hæstv. ráðherra og ég ítreka hana hér. Var í heiðursmannasamkomulagi ráðherranna gengið frá því á hvern hátt ætti að fara með forræðið varðandi innflutningsmál samkvæmt þeim samningum sem við höfum gert, samanber þá deilu sem stóð uppi um þá lagabreytingu á síðasta vori? Hvenær er þá að vænta að Alþingi fjalli um það mál á nýjan hátt?