Veiting ríkisborgararéttar

40. fundur
Mánudaginn 22. nóvember 1993, kl. 15:06:51 (1665)

[15:06]
     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Ég ætlaði ekki að gera athugasemd við þetta frv. að öðru leyti en því að ég tel eðlilegt að þegar frv. af þessu tagi er lagt fram þá sé það sett upp samkvæmt íslenskri hefð, þ.e. að fornafn komi á undan og eftirnafn á eftir. Ég hef gert þessa athugasemd áður og sú athugasemd hefur ekki verið tekin til greina, en ég vil þá gera það aftur og beini því til hv. allshn. að hún seti þingskjalið þannig upp að það sé sett upp samkvæmt íslenskri nafnahefð. Ég tel það eðlilegt þar sem hér er um að ræða að veita erlendum aðilum íslenskan ríkisborgararétt og raunar hvort sem væri, að þá eigi að fylgja íslenskum hefðum í þessu sambandi.