Félagslegar aðstæður nýbúa

41. fundur
Mánudaginn 22. nóvember 1993, kl. 17:36:49 (1724)


[17:36]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég kem líka til að þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fsp. og jafnframt þeim ráðherrum sem hér hafa tekið til máls. Það er alveg greinilegt að þetta mál nýtur velvildar hjá ráðherrum þessarar ríkisstjórnar og vissulega ber að þakka það, þar sem greinilega á að fara að taka á þessu máli. Ég vil bara ítreka það enn og aftur að það er alveg nauðsynlegt að fram komi einhver heildarstefnumótun í málefnum nýbúa og vil af því tilefni taka undir það sem hæstv. menntmrh. sagði áðan, að hann hefði nýlega

látið skipa nefnd sem skoðaði þau mál. Ég tel ástæðu til þess að koma ekki eingöngu hér upp til að gagnrýna ríkisstjórnina heldur einnig til að þakka fyrir það sem ég álít að vel sé gert.