Tekjustofnar sveitarfélaga

42. fundur
Þriðjudaginn 23. nóvember 1993, kl. 15:44:33 (1764)


[15:44]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég kem til að mótmæla þeim málflutningi sem hæstv. félmrh. viðhafði áðan, þ.e. að halda því fram að það séu einhver rök í þessu máli að það hækki ekki skattar á almenningi frá árinu í ár til næsta árs. Það eru engin rök í þessu máli. Hæstv. fjmrh. hélt því fram hér í fyrravetur að það hafi engar hækkanir orðið á sköttum. Hann væri einungis að innheimta til bráðabirgða fyrir sveitarfélögin og það kæmu síðan nýjar ákvarðanir um það með hvaða hætti ætti að fara með þessi mál. Það á ekki að vera að reyna að slá ryki í augun á fólki með svona málflutningi. Auðvitað hækkuðu skattarnir fyrir ári síðan en vegna þess að menn viðurkenndu það ekki þá þá eiga menn auðvitað að

gangast við því núna að þeir hafi hækkað. Það getur ekki verið að menn haldi það að fólkið trúi því aftur á þessu ári að skattarnir hafi ekki hækkað. Það var það sem hæstv. fjmrh. var að telja fólki trú um í fyrra. Síðan ætlar hæstv. félmrh. að halda því fram í ár að þeir hafi ekki heldur hækkað núna.