Fangelsi og fangavist

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 13:57:55 (1882)


[13:57]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :

    Hæstv. forseti. Hv. þm. Árni R. Árnason færði okkur fréttir um einhvern dóm sam hafði fallið fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Ég hef því miður ekki heyrt fréttir, en hann átti að hafa fallið yfir einhverjum lögfræðingi og í framhaldi af því talaði hann um réttmætar atvinnuleysisbætur. Eins og ég heyrði þetta þá fannst mér alveg eins mega skilja það sem svo að það ætti að flokka menn niður jafnvel eftir þeim tekjum sem þeir höfðu áður en þeir voru dæmdir eða eftir því hvaða starf þeir störfuðu. Er það réttur skilningur? Það langar mig til að vita.