Úrbætur í málum nýbúa

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 14:25:05 (1889)

[14:25]
     Flm. (Guðrún J. Halldórsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 3. þm. Reykv. fyrir þau orð sem hann hefur farið með hér og undirtektir hans og raunar hans flokks sem hafa verið hinar bestu. Ég vildi aðeins benda á að íslenska er ekki í þessu tilviki algerlega erlent mál heldur verða börnin í rauninni tvítyngd þannig að þetta er raunverulega annað mál af tveimur sem á að verða þeim jafnvígt.
    Um móttökubekkina vildi ég rétt nefna að þeir eru afskaplega nauðsynlegir og yfirleitt það átak sem unnið hefur verið núna undanfarið er af hinu góða.