Fundur í Þingvallabænum 1. desember

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 13:35:09 (1995)


[13:35]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Af því að að mér var vikið skal ég taka fram að um þessa auglýsingu var ekki haft samráð við mig sérstaklega nema um þann eina fund sem ég sat á Selfossi og auglýstur var í auglýsingunni. Ég verð þó að segja að mér finnst hv. þm. gera heldur mikið úr þessu máli. Það sem skiptir máli í þessu sambandi er það hvort þjóðgarðsvörður hefur samþykkt að lána heimili sitt undir þennan fund í sveitinni. Það er ekki létt að fá fundarstað á þessum tíma árs fyrir það fólk sem þarna býr, en auðvitað er það svo að hafi þjóðgarðsvörður ákveðið það, sem ég geri ráð fyrir, þá stefnir þjóðgarðsvörður væntanlega að því að verða með sama hætti við óskum annarra sem um það mundu biðja. Ég sé ekki að þetta sé slíkt

stórmál sem hv. þm. nefnir.