Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 16:33:03 (2025)


[16:33]
     Jón Helgason (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Hæstv. fjmrh. lýsti því yfir að hann væri margfaldur í roðinu en ég vil sérstaklega vekja athygli á því að þetta frv. fjallar mjög mikið um skattlagningu á ferðaþjónustu og samgöngur. Skömmu eftir síðustu áramót, eitthvað viku af janúar, lýsti hæstv. samgrh. því yfir í blaðaviðtali að það gengi ekki að leggja skatt á ferðaþjónustu og það væri hægt að draga til baka það sem þá þegar væri búið að ákveða. Því finnst mér að það sé nauðsynlegt að hæstv. samgrh. komi hingað nú og segi hvað hann meinti með þessum orðum sínum og hvernig hann ætlar að túlka þau.