Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 18:39:11 (2061)


[18:39]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 5. þm. Reykv. hefur ekki hlustað alveg nógu vel á okkur kvennalistakonur þar sem hann taldi að við hefðum ekki nokkrar tillögur fram að færa varðandi skattsvikamál. Það er alrangt. Í fyrsta lagi höfum við bent á eins og hv. þm. gerði að það þyrfti að snúa sér að þeim stóru.
    Í öðru lagi, og það kom fram í máli mínu líka núna áðan, höfum við bent á að það þyrfti að reyna að breyta því hugarfari sem er hér á landi til skattsvika og birtist m.a. í þeirri skýrslu sem vitnað hefur verið til í dag þar sem 54,9% landsmanna eru alveg sammála því að það sé skiljanlegt að fólk vilji svíkja undan skatti og 20% í viðbót virðast vera frekar sammála þessu. Þetta eru 75% og þetta er of mikið. Það þarf að breyta hugarfari.