Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 18:40:15 (2062)


[18:40]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tek alveg undir að það þurfi að breyta hugarfarinu. Ég er hræddur um að við gerum það bara ekki á einni nóttu þannig að ég tek alveg undir það. Auðvitað er það alveg rétt og ég sagði það líka að það þarf að fjölga í eftirlitinu en það þarf að móta stefnubreytingu. Og meðan við höfum ekki ráð á því að setja nógu marga menn í stöðurnar sem við þurfum til þess að fylgja þessu eftir með mannsæmandi hætti þá eigum við að fara eftir þeim stóru og ekki eyða tímanum í þá smáu. Það var kjarninn í því sem ég sagði.