Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 19:19:28 (2074)


[19:19]
     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef tjáð mig eitthvað óskýrt vegna þess að það er alveg ljóst að Alþfl. stendur að þessu frv. Þegar ég var að vísa í að hver og einn yrði að standa fyrir sínum orðum út á við, þá var ég eingöngu að svara því sem menn hafa verið að setja út á orð einstakra ráðherra Alþfl., sem ekki eru hér, annars staðar um þessi mál. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin gerði samkomulag við verkalýðshreyfinguna um þessi mál og hefur flutt stjfrv. um það og Alþfl. stendur að því.
    Draumórar mínir um það þar sem t.d. fleiri samtök á vinnumarkaði eru en þau sem hafa gert þetta samkomulag og hafa látið í ljós allt aðra skoðun, ef það ætti eftir að koma fram ósk til okkar um annað, þá er aldrei að vita hvað mundi gerast hér. En það eru draumórar sem ég er að láta í ljós úr þessum ræðustóli.