Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 19:51:21 (2082)


[19:51]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er fyllilega sammála hv. þm. að ég tel það vera mjög eðlilegt að fjmrh. komi fram með sínar hugmyndir áður en málið fær afgreiðslu úr nefndinni og það stendur til því að við þurfum að ræða það mál við fjárln. eins og ég lýsti í minni upphafsræðu. Mér finnst það ósköp eðlilegt að upplýsingar um þetta liggi fyrir áður en málið er endanlega afgreitt hér af hálfu hv. Alþingis.
    Varðandi vonir hv. þm. um breytingar á frv., þá stendur það sem ríkisstjórnin hefur sagt. Hún er tilbúin til viðræðna við ASÍ um breytingar á fyrirliggjandi frv. en telur sig skuldbundna til þess að fylgja þessum tillögum eins og þær nú liggja fyrir og þarf ég vonandi ekki að endurtaka það oftar.