Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 21:39:20 (2122)


[21:39]
     Halldór Ásgrímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég vil gera athugasemd við það þegar mikilvæg mál eru hér fyrir Alþingi, sem er lögð áhersla á að sé hafin vinna við í nefndum, að þeim sé vísað til nefnda að lokinni umræðu. Það hefur verið venjan að þingmenn hafa þurft að mæta til þess að tryggja framgang mála og ég vorkenni ekkert stjórnarliðinu að mæta hér til þess að koma þessum málum ríkisstjórnarinnar áfram þótt vitlaus séu. Og ég vil gera við það athugasemd að málum sé ekki vísað til nefnda strax að lokinni umræðu þegar komið er svo nálægt jólaleyfi, eins og raun ber vitni, og svo mikið af málum eiga eftir að fá afgreiðslu.