Fjáraukalög 1993

48. fundur
Fimmtudaginn 02. desember 1993, kl. 17:58:42 (2159)


[17:58]
     Eyjólfur Konráð Jónsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þessi umræða er ærið skemmtileg og fjölbreytileg og það er kannski hægt að bæta einhverju við það. Ég man það t.d. að Hoover Bandaríkjaforseti og Carter, forseti Bandaríkjanna, voru sameinaðir um eina stefnu eða beittu einni og sömu stefnunni, þ.e. að koma á hallalausum fjárlögum í Bandaríkjunum. Niðurstaðan varð sú að Hoover, sá sem fyrr greip til þess að hafa hallalaus fjárlög, kom af stað heimskreppunni það árið, sem menn þekkja nú til, og þegar Carter fór þessa sömu leið, þá kom hann í fyrsta skipti á verðbólgu í Bandaríkjunum sem varð gífurleg, ein 15%, sem vakti auðvitað heimsathygli.
    Það er auðvitað traustið á markaðinum, traustið eins og einhver hv. þm. hér sagði. Traustið á peningana, markaðinn og stjórnarfarið, á stjórnarherrana, á fólk eins og okkur hérna, sem eigum að reyna að stjórna þessu landi, að við getum gert það þannig að fólk fái trú og traust á okkur.