Tilkynning um utandagskrárumræðu

49. fundur
Mánudaginn 06. desember 1993, kl. 15:02:51 (2225)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að fyrirhuguð er utandagskrárumræða að lokinni atkvæðagreiðslu. Það er utandagskrárumræða sem frestað var sl. mánudag. Hún fer fram að beiðni hv. 2. þm. Vestf., Ólafs Þ. Þórðarsonar, og er um viðhorf ríkisstjórnarinnar til veiða Íslendinga við Svalbarða og í Smugunni. Þetta er hálftíma umræða, fer fram eftir 1. mgr. 50. gr. þingskapa.