Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla

51. fundur
Þriðjudaginn 07. desember 1993, kl. 17:30:54 (2296)


[17:30]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Kjarni málsins kom fram í máli hv. 4. þm. Norðurl. e. í andsvari hans. Hann sagði að af ásettu ráði hefði fyrrv. ríkisstjórn orðað eignarréttarfyrirvarann með þeim hætti að það væri hægt að heimila ákveðna fjárfestingu útlendinga, það hefði verið gert beinlínis í þeim tilgangi að hafa þarna í op. Þar er auðvitað komin skýringin á því hvers vegna orðalag hans var með þessum hætti en ekki á þann veg að ótvírætt væri girt fyrir það að útlendingar gætu keypt hlut í uppboðsmörkuðunum og hann hefur þannig svarað sjálfum sér og Alþingi mjög skýrt um þetta atriði.