Kirkjumálasjóður

51. fundur
Þriðjudaginn 07. desember 1993, kl. 18:03:42 (2305)

[18:03]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er enginn ágreiningur við hæstv. fjmrh. um greiðslur vegna óþæginda að sækja fundi fjarri sínu heimili. En ég bendi hæstv. fjmrh. á það að breytingin sem felst í þessari grein frv. er að orðið ,,þóknun`` bætist við. Í gildandi lögum er ætlað fyrir dagpeningagreiðslum og ferðakostnaði, en samkvæmt þessu nýja frv. sem við erum hér að ræða bætist orðið ,,þóknun`` við og það var tilefni minnar fyrirspurnar að það er nýtt í því kerfi sem hér á að innleiða.