Kirkjumálasjóður

51. fundur
Þriðjudaginn 07. desember 1993, kl. 18:04:44 (2306)


[18:04]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Já, ég tek eftir því að það hefur orðið breyting á lögunum og sjálfsagt eru einhverjar ástæður fyrir því. En ég ítreka það aðeins að jafnvel þótt orðið ,,þóknun`` komi til skjalanna þá sé ekki þar með sagt að í hugtakinu ,,dagpeningar og þóknun`` felist hærri fjárhæðir heldur en nú felast í dagpeningum einum saman. Ég held að við verðum að láta staðar numið við svo búið og bíða eftir úrskurði þeirrar þingfararkaupsnefndar sem kosin verður á næsta kirkjuþingi.
    Að lokum vil ég einungis ítreka það, virðulegi forseti, að mér finnst það vera lofsvert hvernig formaður Alþb. hefur sýnt það eftir að alþýðubandalagsþinginu lauk að hann hefur mikinn áhuga á öðrum siðbótarmönnum en sínum eigin flokksmönnum og eru þá kirkjunnar þjónar ekki undanskildir.