Fjáraukalög 1993

51. fundur
Þriðjudaginn 07. desember 1993, kl. 20:46:44 (2318)


[20:46]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er út af fyrir sig mikilvægt að fjmrn. viðurkenni, hæstv. forseti, að það geri vitlausar áætlanir og ber að þakka fyrir það. Hitt er alvarlegra með hvaða hætti hæstv. fjmrh. gerir það, bæði í sínu andsvari núna og í ræðu sinni hér áðan. Hér áðan talaði hann um ýmsar bætur sem þessir einstaklingar fá úr ríkiskerfinu. Ég nefndi sem dæmi örorkubætur og atvinnuleysisbætur. Nú nefndi hann ýmsar aðrar bætur eins og t.d. barnabætur og hann nefndi reyndar líka aðra óskylda skatta. Stendur virkilega til að fara að breyta uppgjöri innskatts og útskatts í virðisaukaskatti með því að kippa inn í leiðinni vangreiddum barnsmeðlögum þeirra sem reka fyrirtæki hér á landi? Það er afar fróðleg og merkileg yfirlýsing frá varaformanni Sjálfstfl. og athyglisverð.