Breyting á búvörulögum

52. fundur
Miðvikudaginn 08. desember 1993, kl. 13:54:21 (2360)


[13:54]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra svarar engu og ég hlýt að vekja athygli á því að hæstv. landbrh. virðist engu máli koma fram. Ég bendi á að hv. landbn. er með eitt mál til umfjöllunar á haustþingi núna og ég vil benda hv. landbrh. á að það tekst ekki einu sinni að koma fram einfaldri lagabreytingu á búvörulögum þannig að hægt sé að vinna eftir, gagnvart skipulagi mjólkurframleiðslu, og koma þar við frekari hagræðingu. Þessi staða er orðin afar skaðleg fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar, að hæstv. ráðherra virðist ekki koma nokkru máli í gegnum ríkisstjórnina þannig að það komist hér inn í þingsalinn.