Fjáraukalög 1993

52. fundur
Miðvikudaginn 08. desember 1993, kl. 14:18:40 (2374)


[14:18]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Eins og kom fram í umræðum í gærkvöldi um þessa tillögu þá ætlaði ríkisstjórn að ná hér 260 millj. kr. sparnaði. Þegar upp er staðið verður munurinn ekki nema 10 millj. þarna á milli því nú kemur fram tillaga um að leggja fram 250 millj. kr. vegna þess að meðlög innheimtist ekki. Ég tel að ríkisstjórnin eigi sjálf að bera ábyrgð á þeirri hringavitleysu sem fram kemur í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár og því greiði ég ekki atkvæði.