Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

52. fundur
Miðvikudaginn 08. desember 1993, kl. 14:57:38 (2378)


[14:57]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :     Hæstv. forseti. Á þessu stigi máls vil ég aðeins fá að svara einni beinni spurningu hv. þm. varðandi aðgerðir í vaxtamálum. Ég tel að aðilar vinnumarkaðarins hafi stuðlað að lækkun vaxta með því að gangast með ábyrgum hætti til kjarasamninga í maí sl. og með þeirri niðurstöðu sinni að þá samninga bæri að framlengja. Ég er ekki í vafa um það að lækkun vaxta miðað við óvissu í kjaramálum hefði ekki gengið fram. Á hinn bóginn get ég líka sagt að ég tel að lífeyrissjóðirnir mættu vera virkari og sýna meiri trú á vaxtalækkunaraðgerðirnar en má segja að þeir hafi gert og ég vænti þess að það muni þeir gera í framtíðinni.