Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 16:45:34 (2418)


[16:45]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það sé nú ekki verið að fjalla um sannleika eða hið gagnstæða hér. Aðalatriði þessa máls í mínum huga er það að á síðasta ári, við afgreiðslu fjárlaga, tók fjárln. það upp að tryggja greiðslur héraðsbúnaðarsambandanna til ráðunauta. Það er gert aftur núna og gerð tillaga um alveg sérstakan lið í fjárlögum vegna þessa máls, lífeyrisgreiðslna vegna starfsmanna héraðsbúnaðarsambanda.
    Að öðru leyti er gerð tillaga um tiltekna hækkun. Hvort það er nóg er alltaf matsatriði en öll verða þessi mál að sjálfsögðu skoðuð eins og önnur sem hér liggja fyrir þinginu.