Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 17:51:52 (2430)


[17:51]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Það er rétt að ferðamálasamtökin fengu þetta fjármagn. Hins vegar var það eftir harða baráttu. Í þeim viðræðum sem við höfum átt, a.m.k. minnihlutamennirnir, við forráðamenn þessara samtaka kemur fram sá skilningur Ferðamálaráðs Íslands að hækkun fjárveitinga sé til að borga gengismun, en ekki til þess að greiða þessar fjárveitingar. Það þarf því að ganga tryggilega frá þessum málum frá okkar hendi.