Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 17:55:05 (2433)


[17:55]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef út af fyrir sig ekki miklu við þetta að bæta. Ég vil hins vegar árétta það að ég sé ekki þessa brýnu nauðsyn á því að eyrnamerktar séu 2 millj. til þessa verks, þannig að unnt sé að gera þennan rammasamning um verkið við heimamenn. Ég hygg að vilji þingheims ætti að liggja nokkuð skýr fyrir. Ég minnist þess sem sveitarstjórnarmaður hér á árum áður þegar hv. Alþingi eyrnamerkti verk með þessum hætti, með tíu þúsund köllum og fimm þúsund köllum. Ég ætla að vona sú tíð renni aldrei upp aftur í hv. Alþingi.