Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 17:59:42 (2440)


[17:59]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Herra forseti. Mér er alveg ljóst að það er ekkert spennandi hvernig ég greiði atkvæði, því ég get náttúrlega alveg sagt það hér. Ég mun sitja hjá við þetta frv. og enga ábyrgð taka á því, enda er ég óbreyttur þingmaður. En hæstv. félmrh. er ráðherra og það er miklu meira spennandi, sérstaklega ef hæstv. ráðherra er á móti fjárlagafrv. sem ríkisstjórn sem hún á sjálf sæti í leggur fram. Það er það sem er spennandi í málinu. ( Gripið fram í: Hvernig ætlið þið að sofa?) En hvernig ég greiði atkvæði skiptir ekki máli enda er það ekki leyndarmál.