Fjárlög 1994

53. fundur
Fimmtudaginn 09. desember 1993, kl. 18:39:18 (2448)


[18:39]
     Stefán Guðmundsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Hér fer fram umræða um eitt mikilsverðasta mál þingsins, sem eru fjárlögin og inn í þá umræðu koma eðlilega efnahagsmál. Það vekur athygli mína og sjálfsagt fleiri þeirra sem sitja hér í dag og fylgjast með þessari umræðu að hér skuli hvorki vera hæstv. forsrh. né hæstv. fjmrh. ( ÓÞÞ: Né formaður fjárln.) Hv. formaður fjárln. hefur nú setið hér að ég best veit mest í dag og held að það sé ekkert við hann að sakast. En mér finnst það, virðulegur forseti, vægast sagt, ja ef ég mætti segja, dónaskapur eða tillitsleysi við þá sem hér hafa lagt sig fram um það að vinna að þessum málum vikum og mánuðum saman og koma nú og gefa skýrslu og þingmenn sem hér eru að ræða þetta mikilsverða mál, að hvorki hæstv. forsrh. eða fjmrh. verði hér við þessa umræðu. Það hljóta að vera hér fleiri en ég sem finna að slíkum málum.