Fjárlög 1994

53. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 01:44:47 (2485)


[01:44]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þær upplýsingar sem hann kom hér með. Það sem ég

vildi í rauninni fá upplýst er það, er þetta safn orðinn veruleiki? Er búið að stofna til þess? Liggur fyrir stofnskrá? Hvað leggja heimamenn á móti í sambandi við fjárveitingar? Hvernig er sem sagt staðið að þessum málum formlega? Væntanlega liggur fyrir erindi, fyrir fjárln., í sambandi við málið. Ég spyr um þetta bara vegna hliðstæðu við það hvernig þessi mál hafa þróast annars staðar. Þar sem slíkum söfnum hefur verið komið á legg, þá hefur verið um að ræða að ríkið hefur lagt fram stuðning og vonandi getur það orðið til þess að slík stofnun komist á legg eða verði alvörustofnun á Vestfjörðum og þegar tímar líða geti einnig orðið rannsóknarstarfsemi þar í tengslum við það sem þingmaðurinn nefndi sem náttúrustofa. En mér er sem sagt ekki alveg ljóst hversu langt málið er komið í þessum efnum og hvert framlag heimamanna er til safnsins, hvort það er raunverlega komið á laggirnar eða hvort verið sé að gefa þarna innspýtingu til að þetta verði að veruleika.