Tilkynning um utandagskrárumræðu

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 10:45:57 (2516)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að fyrirhuguð er utandagskrárumræða að loknu matarhléi, væntanlega kl. hálftvö. Hún fer fram að beiðni hv. 4. þm. Norðurl. v. samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapalaga og er um fjárhagserfiðleika heimilanna.