Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 11:35:33 (2528)


[11:35]
     Hjörleifur Guttormsson:
    Virðulegur forseti. Það voru samþykkt lög sl. vor um að hefja vinnu við skipulag miðhálendisins. Ég held að menn greini ekki á um að þetta sé brýnt verkefni og til einhvers voru lögin sett. Umhvn. fjallaði um óskir skipulagsstjóra ríkisins um framlag til að vinna að þessu máli á grundvelli laganna og hvatti til þess að tekin yrði þessi fjárveiting sem hér er gerð tillaga um. Það er í fullkomnu ósamræmi við lagasetninguna sl. vor ef ekki er veitt fjárframlag til verksins.