Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 11:38:48 (2529)


[11:38]
     Hjörleifur Guttormsson :

    Virðulegur forseti. Á bls. 74 í fjárlagafrv. er undir tölul. 141 framlag til hernaðarbandalagsins NATO 38,8 millj. kr. Menn ættu að hugleiða hvort þessum fjármunum væri ekki betur varið til annarra þarfa. (Gripið fram í.) Alþb. ályktaði í stjórnmálaályktun sinni um afstöðuna til Atlantshafsbandalagsins. Áréttaði þá stefnu sína að Ísland hætti allri þátttöku í NATO og standi utan hernaðarbandalaga hvaða nafni sem þau nefnast. Þetta hernaðarbandalag hefur það á stefnuskrá sinni nú sem fyrr að áskilja sér allan rétt til að beita kjarnorkuvopnum í hernaði að fyrra bragði. ( Gripið fram í: Hvað segir formaðurinn?) ( Gripið fram í: Formaður Alþb.?) ( Gripið fram í: Hvað gera framsóknarmenn? Eru þeir ekki bæði með og á móti?)