Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 17:01:48 (2570)


[17:01]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég mun ráðgast um það við formann útvarpslaganefndar. Hann er víst með fjarvistarleyfi í dag, hv. alþm. Tómas Ingi Olrich. Ég mun ráðgast um það við hann hvort hann telji það heppilegt að dreifa gögnum sem eru vinnuplögg hjá útvarpslaganefnd. Ég hef ákveðnar efasemdir um að það séu skynsamleg vinnubrögð en það er sjálfsagt að ræða það við hann.