Svör við fyrirspurnum

58. fundur
Þriðjudaginn 14. desember 1993, kl. 13:32:28 (2600)



[13:32]
     Guðrún Helgadóttir :

    Hæstv. forseti. Ég á svipað erindi í ræðustól og hv. 10. þm. Reykv.
    Hinn 6. okt. sl. lagði ég fram fyrirspurn og bað um skriflegt svar. Fyrirspurnin var til hæstv. fjmrh. og fjallaði um tap ríkissjóðs og opinberra sjóða vegna gjaldþrota fyrirtækja á sl. tveimur árum. Ég hlýt að spyrja, hæstv. forseti, hvað veldur því að ekkert svar hefur borist nú þegar farið er að líða á desember, en fyrirspurnin var lögð fram hér á Alþingi 6. okt. sl.? Ég vil mælast til þess að hæstv. forseti gangi eftir því hvað veldur.
    Ég get upplýst það að þessi fyrirspurn var fyrst borin fram innan hv. fjárln. og hæstv. fjmrh. var viðstaddur þann fund. Hann taldi þá að það væri ekkert mál að taka þetta saman, þetta lægi allt fyrir. Síðan leið sumarið og nefndinni barst ekkert svar og þá lagði ég fyrirspurnina fram hér á hinu háa Alþingi. En ég bíð enn eftir svari og vil inna hæstv. forseta eftir því hvað valdi.