Ráðstöfun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs

61. fundur
Miðvikudaginn 15. desember 1993, kl. 22:14:09 (2728)


[22:14]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg nú að það gegni allt öðru máli með kvóta í loðnu þar sem þar þurfi Íslendingar að semja við Grænlendinga og Norðmenn um úthlutaðan kvóta eða það sem hægt er að veiða úr þessum sameiginlega stofni. Það gegnir í raun og veru allt öðru máli en með þorskkvóta og annan þann kvóta hér í okkar tegundum sem við erum að selja hér á milli skipa. Það gegnir einnig öðru máli með rækjuna þar sem vinnslustöðvarnar byrjuðu þær veiðar og áunnu sér þannig rétt til þess að veiða. Þannig að þar er um eins konar byggðakvóta að ræða. Það gegnir allt öðru máli.