Veiting ríkisborgararéttar

62. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 15:28:24 (2816)


[15:28]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Kristín Einarsdóttir hefur áður gert athugasemd við þetta atriði og þess vegna taldi ég ástæðu til þess að ræða þetta sérstaklega í allshn. er hún hafði þetta frv. til meðferðar. Það var ekki talið rétt eftir nokkrar umræður að fallast á þetta vegna þess að nefndarmenn töldu að þessi uppsetning, sem hv. þm. talar um, gæti orðið til þess að það yrði erfiðara að vinna með umsóknir í nefndinni. Það var talið ráðlegra, m.a. varðandi fjölskyldur, að miða við eftirnöfn. En að sjálfsögðu munum við hafa þetta atriði í huga og það er spurning hvort það mætti setja þskj. upp á annan hátt eftir að unnið hefur verið með umsóknirnar í nefndinni.