Prestssetur

63. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 21:53:52 (2880)


[21:53]
     Geir H. Haarde (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. sagði hér í sinni fyrri ræðu að það yrði litið á það sem tilraun af hálfu forseta til að koma í veg fyrir að þetta mál næði fram að ganga ef hún héldi sig við sín áform. Þessu var ég að mótmæla. Þetta kalla ég brigsl og svigurmæli í garð forseta þingsins.