Prestssetur

63. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 21:54:17 (2881)


[21:54]
     Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það voru allir nefndarmenn í umhvn. sem sameinuðust um þessa tillögu og ég vil nú biðja menn að fara ekki að blanda afgreiðslu á þessari tillögu inn í einhverja samninga stjórnarandstöðu og ríkisstjórnar og formanna þingflokka um afgreiðslu annarra mála. Ég ætla bara að vona að það sé það ríkur vilji fyrir því í þinginu að þessi tillaga verði afgreidd og samþykkt hér í kvöld svo að utanrrh. hafi hana sem veganesti þegar hann mætir breska sendiherranum í fyrramálið, að það verði ekki farið að blanda afgreiðslu á þessari tillögu inn í einhverja óánægju með ræðuhöld hv. 2. þm. Vestf. í því máli sem hann talaði hér fyrr í kvöld. Það vona ég að verði andinn í þeim viðræðum sem nú fara hér fram þannig að við getum gengið í það að afgreiða þessa tillögu sem ég býst við að taki ekki mjög langan tíma.
[Fundarhlé. --- 21:55]