Skattamál

65. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 15:37:45 (2927)


[15:37]
     Frsm. 3. minni hluta efh.- og viðskn. (Steingrímur J. Sigfússon) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. hafi ekki athugað orð sín nógu vel þegar hann segir að það gangi ekki að styðja sumar af tillögum 2. minni hluta og aðrar ekki. Ég nefni t.d. tillögur sem lúta að vaxtabótunum. Það er algerlega sjálfstætt mál. Ég sá ekki ástæðu til þess að fara að flytja sambærilegar brtt. þar, svo að dæmi sé tekið.
    Varðandi það að þó að Alþb. sé trútt sinni stefnu í skattamálum í grundvallaratriðum, þar með séum við að verða einhverjir sérstakir verkamenn ríkisstjórnarinnar, þá eru það ekki frambærileg rök, hv. þm. Eða eru sinnaskipti Framsfl. ekki af efnislegum ástæðum? Eru þau bara til þess að vera á móti ríkisstjórninni? Vonandi er hv. þm. ekki að játa það upp á sig.