Skattamál

65. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 15:47:03 (2934)


[15:47]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hér hefur hv. þm. Steingrímur Sigfússon flutt einhverja mestu lönguvitleysu í skattamálum án raunhæfra tillagna um nokkurn hlut. En hér hefur ríkisstjórnin eignast nýjan talsmann, það er það

sem stendur upp úr eftir þessa ræðu, við að koma á vitlausasta skattkerfi í víðri veröld. Það sem þó hlægir mig mest er að skattsvikararnir eiga orðið nýjan bandamann í Alþb. sem heitir Steingrímur Sigfússon. Þeir hafa í dag 10 milljarða í neðanjarðarhagkerfinu og það er fullyrt að með þeirri breytingu sem ríkisstjórnin leggur til, þá muni þessir milljarðar aukast í viðbót. Ekki græða barnafjölskyldurnar á því að opna þessar leiðir frekar.
    Hitt mun svo verða þakkað þessum hv. þm. af fólkinu sem ferðast með fluginu á Norðurl. e. og er í ferðaþjónustunni, að hann hefur hjálpað ríkisstjórninni og mun hjálpa henni hér fyrir jólin að koma virðisaukanum á þær greinar.