Skattamál

65. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 15:49:17 (2936)


[15:49]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég sá að brosið var gleitt á hæstv. fjmrh. hér undir ræðu hv. þm., því hann gerir sér auðvitað grein fyrir því að nú er þunginn að fara af honum og ríkisstjórnin kemur sínum málum fram. Framsfl. telur heppilegt við núverandi aðstæður, eftir að hafa farið mjög gaumgæfilega yfir þetta mál, að viðhalda því kerfi, um endurgreiðslu frá ríkinu, til að halda niðri verðinu á nauðsynjum heimilanna og það muni enn fremur gagnast íslenskum landbúnaði og afurðum framleiddum í þessu landi. Hin leiðin muni aftur á móti lækka meira innflutta vöru þannig að það kerfi sem við styðjum hér og höfum gaumgæft og skoðað, er íslensku barnafólki og heimilunum í landinu miklu hagfelldara þegar til framtíðarinnar er horft. Þetta vil ég að komi hér fram.