Skattamál

65. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 17:08:08 (2942)


[17:08]
     Frsm. 4. minni hluta efh.- og viðskn. (Ingi Björn Albertsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála því að jöfnuðurinn næst ekki fyllilega. En ég vil ekki að láglaunafólkið í landinu eigi að líða fyrir það þó einhverjir aðrir beri eitthvað aðeins úr býtum líka. Menn verða þá að taka á því sérstaklega. Ef menn vilja koma með hátekjuskatt eða eitthvað þar fram eftir götum til að jafna þennan mun. En við erum að tala um útgjöld heimilanna í landinu fyrst og fremst, þeirra sem minnst mega sín. Það eru þeir aðilar sem við erum að reyna að berjast fyrir. Við erum báðir að því og ég virði alveg skoðanir þingmannsins. Okkur greinir bara á. En takmarkið hjá okkur báðum er það sama. Að lækka þennan útgjaldalið heimilanna.